Fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson keypti Skaftahlíð 1 og hannaði garðinn... [segir frá] ævi Jóns H. Björnssonar og hönnunar hans á garði hússins og fjalla[r] um framtíðarsýn garðsins.
MARGIR hafa spurt mig
hvaða áhrif hlýindin undanfarna daga myndu hafa
á trjágróður.
Þess vegna dettur mér í
hug að birta hér upplýsingar úr rannsóknum mínum, sem ég gerði á því
hvernig runnategundir
hegðuðu sér yfir vetrarmánuðina gagnvart hitastigi.
Tillögur mínar eru fyrst og
fremst í þá átt, að nemandi sé
við skólann árið út í gegn, þar
sem að svo margt viðvíkjandi
garðyrkju er háð árstíðunum,
og að hvert fag sé kennt bæði
í bóknáms og verknáms tímum
samtvinnað, þar sem að hægt
er að koma því við.
Þrátt fyrir að við búum
hér við lýðræðislegt
þjóðskipulag, segir Jón
H. Björnsson, ber þjóð-
kjörnum stjórnmálamönnum að fara gætilega og valda ekki
óþarfa tjóni.
Ljósadýrð í Austurstræti. Nú er Austurstrætið baðað ljósum á hverju kvöldi. - Var kveikt á ljósum þeim, er Fegrunarfélagið lét gera og Jón H. Björnsson skipulagði ásamt öðrum skreytingum í fyrrakvöld. Myndin sýnir ljósadýrðina séða úr Bankastræti.
Vill láta setja lystigarö til minningar um frumkvööul
Sveinn Þorsteinsson, íbúi í Breiðholtinu, vill láta byggja lystigarö til minningar um Jón H. Björnsson, fyrsta landlagsarkitekt íslands, á Alaskalóö-
inni í Breiöholti. Byggingarfélag hefur keypt lóðina og segir eigandi þess
að gróður á svæðinu verði verndaður eftir fremsta megni.
Það var Jón H. Björnsson landslagsarkitekt, eða skrúðgarðaarkitekt
eins og starfsheitið hljóðaði þá, sem
reisti vegginn við eigið hús í Skaftahlíð. Jón, fyrsti íslenski landslagsarkitektinn,
er oftast kenndur við Gróðrarstöðina Alaska sem hann stofnaði
fyrir um 40 árum. „Garðurinn við
húsið var sáralítill og þar að auki götumegin.
Ég sat þarna stundum á tröppunum og horfði á bílana og smám saman varð hugmyndin til."
Þá var hafin lokalagfæring lóðar og endurreist hin fornu
jarðgöng, hvorttveggja undir forsögn þjóðminjavarðar, en Jón
H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt hafði séð um tillögur.
Á
fundi með blaðamönnum í tilefni
af afmæli félagsins, skýrði Jón
H. Björnsson, skrúðgarðaarkitekt, frá því, að í athugun væri
að halda reglulega fundi, þar
sem öllum, sem áhuga hafa, væri
boðið að koma. Yrðu þá kallaðir
til sérfróðir menn til þess að
ræða um garðyrkjumál.
Höfundur Hallargarðsins segir garðinn eyðilagðan gangi hugmyndir Novators eftir
Hallargarðurinn
Nýstárleg
hönnun
Hallargarðurinn dregur nafn
sitt af Bindindishöllinni en húsið
sem stendur á Fríkirkjuvegi 11
gekk undir því nafni á sínum tíma
þegar það var þá í eigu góðtemplara. Garðurinn var tekinn í notkun þann 18. ágúst 1954 og vakti
þá tjörn með gosbrunni sérstaka
athygli. Hún varð mjög vinsæl á
meðal barna sem heimsóttu garð-
inn á góðum sumardögum en
með tímanum fór tjörnin þó að
leka og var á endanum fjarlægð.
„Ávalar línur einkenna garðinn
í öllu skipulagi eins og garða amerísku módernistanna. Meginstígur bugðast skáhalt í gegnum
garðinn frá Listasafni Íslands og
kvíslast svo annars vegar til móts
við Fjólugötu en hins vegar til
móts við Hljómskálann. Annað
megineinkenni skipulagsins sést
þegar gengið er eftir stígum
garðsins. Birtast þá í sífellu ný
sjónarhorn, bæði innan garðsins
og utan,“ segir Samson Bjarnar
Harðarson landslagsarkitekt um
skipulag garðsins í Morgunblaðinu þann 6. júní 2005 en
garðurinn er fyrsti almenningsgarðurinn á Íslandi sem er í svokölluðum óreglulegum stíl.
Jón H. Björnsson
hannaði Hallargarðinn
„ÉG vil fá garðinn í upprunalegt horf og láta
endurgera hann,“ segir Jón H. Björnsson
landslagsarkitekt um Hallargarðinn við Frí-
kirkjuveg.
...
Jón þekkir vel til Hallargarðsins en
snemma á sjötta áratug síðustu aldar, þegar
hann var nýkominn heim úr háskólanámi í
landslagsarkitektúr í Bandaríkjunum, var
honum falið að hanna garðinn. „Hörður
Bjarnason, skipulagsstjóri ríkisins á þeim
tíma, fékk mig til þess að skipuleggja garð-
inn,“ segir Jón. Hann hélt til Bandaríkjanna
skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar og
dvaldist þar í alls sjö ár en hann endaði dvölina á því að aka með bróður sínum þvert yfir
Bandaríkin, norður yfir Kanada og til Alaska.
Þaðan héldu þeir heim nokkru síðar, klyfjaðir
af fræjum, græðlingum og plöntum sem Jón
tók með til Íslands.
...
Jón bendir á að Hallargarðurinn sé hannaður í sérstökum stíl, hann sé svokallaður
landslagsgarður með óreglulegum línum.
Þetta sé andstætt garðahönnun í anda formalisma, þar sem mikið sé um beinar línur
sem enda í þungamiðju (focal-point). Jón
nefnir sem dæmi um slíka hönnun Háskóla
Íslands og garðinn fyrir framan skólann. Jón
segir að við breytingar á Hallargarðinum
þurfi að huga vel að hlutunum og gæta þess
að þær falli að þeirri heildarhugmynd sem
liggi að baki garðinum.
Hann segir að í gegnum tíðina hafi nokkrar
breytingar verið gerðar á garðinum, án þess
að hann samþykkti þær, enda sé hönnun hans
ekki varin höfundarrétti. Það sem m.a. hefur
verið breytt er að tjörn sem var í garðinum
var fjarlægð og hefur Jón ekki skýringar á
því hvers vegna svo er. Á gömlum myndum
má sjá að borgarbörn hafa mörg hver
skemmt sér prýðilega við Tjörnina meðan
hennar naut við og notið þess að leika sér við
hana á sólskinsdögum. Tjörnina prýddi jafnframt fallegur gosbrunnur með litlum dreng á
svansbaki. Jón segir gosbrunninn hafa horfið
og verið sé að leita að honum. „Ég vona að
hann finnist. Ég sá hann síðast í vinnuskúr
hjá garðyrkjumönnum borgarinnar,“ segir
hann. Hann sér eftir Tjörninni, sem hann
segir hafa verið eitt aðalatriða garðsins.
Nýverið hélt Garðyrkjuskólinn,
ásamt nokkrum samstarfsaðilum,
einstaklega vel heppnaða
ráðstefnu í Reykjavík til heiðurs
þeim frumkvöðlum Jóni H.
Bjömssyni, landslagsarkitekt og
Óla Val Hanssyni, garðyrkjuráðunaut. Yfirskrift ráðstefnunar
var Hönnun og ræktun. Um 230
manns sóttu ráðstefnuna, sem
tókst í einu orði frábærlega. Eftir
að ráðstefnunni lauk var sérstök
móttaka í Grasagarðinum í
Laugardal. Á meðfylgjandi mynd
eru þeir félagar, Jón H. Björnsson
(t.v) og Óli Valur Hansson, sem
voru hæstánægðir með daginn.
JÓN H. BJÖRNSSON garð- GRÓÐURSETTAR HVENÆR
yrkjumaður keypti í vor SEM ER YFIR SUMARIÐ.
garðyrkjustöðina af Halldóri
Ó. Jónssyni og ræktar nú þar
alls konar trjáplöntur frá
Alaska. Gróðrarstöðina
nefnir hann líka Alaska.
Viðtal við Jón H. Björnsson, er lokið hefir meistaraprófi í trjá- og plöntuuppeldi vestanhafs.
Með síðustu ferð Dettifoss vestan um haf kom hingað ungur
Beykvíkingur, Jón H. Björnsson, Björnssonar heitins teiknikennara,
sem lokið hefir rheistaraprófi við Cornell-háskóla í
íþöku í trjá- og plöntuuppeldi. Hefir hann verið vestan hafs
sundanfarin sex ár og hálfu betur.
...
„Og hvað tekur nú við, þegar heim kemur? Ætlar þú að
stofna gróðrarstöð með þessum
höfuðstól, sem þú hefir með-
ferðis — fræinu og græðlingunum?"
„Eg er ráðinn kennari - við
garðyrkjuskóla ríkisins, en hefi
hug á að hafa eitthvað þvílíkt
fyrir'stafni einnig, en erfitt er
að segja, hvort það er hægt
með kennslunni."
Þessi sýning
er í raun réttri, aS því er Jón
H. Björnsson, skrúSgarSaarkitekt, tjáSi blaðamönnum, eins
konar æfing undir stærri sýningu, sem hugmyndin er aS
efna til næsta ár í salarkynnum sýningarhallar þeirrar, er
rís hér fyrir innan bæ.
HJÓNAKLÚBBUR var nýverið
stofnaður hér í Reykjavík, og eru
stofnendur hans m.a. nokkrir af
stofnendum Unghjónaklúbbsins
sem starfaði með miklum ágæt
um fyrir nokkrum árum síðan.
Áætlað er að halda fjórar til
fimm skemmtanir árlega og verð
ur sú fyrsta laugardaginn 30.
apríl næstkomandi og hefst með
borðhaldi klukkan 19.30.
Stjórn og stofnendur eru: Jón
B. Gunnlaugsson, Magnús Magn
ússon framf. fltr., Magnú<= Guð-
jónsson, byggingamaður, Hilmar
Helgason forstjóri, Kristinn Halls
son söngvari, Haukur Þórðarson
læknir, Jón H. Björnsson skrúð-
garðaarkitekt, Ingi B. Ársælsson,
stjórnarráðsfulltrúi og Kristján
Omar Kristjánsson, forstjóri.
Frú Regína Birkis og maður hennar, Jón Gunnlaugsson, höfundur Unghjónaklúbbsins. Á milli
þeirra situr aldursforseti klúbbsins, Jón H.
Björnsson skrúðgarðaarkitekt.
Löngu áður e*n
Breiðholt varð frægt sem ibúðarhverfi i Reykjavik var þar samnefnt bóndabýli. Búskapur þar
lagðist niður fyrir æði löngu, en
vorið 1960 keypti Gróðrarstöðin
Alaska erfðarfesturéttinn á þessu
gamla býli. Þá var ekki önnur
by'ggð þar efra.
Nú hefur meginhluti gróðrarstöðvarinnar þurft að vikja fyrir
byggðinni, en vegna framsýni
borgaryfirvalda fær þó hluti
gróðarstöðvarinnaraðstanda þar
áfram, ásamt þeim byggingum,
sem þar eru fyrir.
Nú hefur Alaska innréttað þessar gömlu byggingar bóndabýlisins sem verzlunarhús og var
verzlunin opnuð á föstudaginn.
Eigandi og forstjóri fyrirtækisins er Jón H. Björnsson magister.
Verzlunarstjórar eru Ragnar
Petersen við Miklatorg og Aad
Groeneweg i Breiðholti.
Jón H. Björnsson hjá Ai-
aska sagði.st hafa pantað dönsk
tré, en þaiu er ekki farið að
höggva ennþá, og verða ekki
höggvin fyrr en tJveim dögum
áður en þau verða lestuð í
Danmörku Han.n á einnig von
á trjáoi frá Þýzkalandi og
Bandaríkjunum og hafði ráð-
gert að fá auk þess tré frá
Skotlandi, en vegma verkfalls
ins hefur hann fallið frá því.
Garðyrkjufélag Islands hélt
iiýlegu fræðslufund nm garð-
yrkjumál (í Tjarnarcafé í Reykja
vik).
Formaður, Jón H. Björnsson,
skýrði fyrst frá starfsemi félagsIns, en það hefur s.l. ár m. a.
gengizt fyrir 11 útvarpsfyrirlestrum um garðyrkju, gefið út
garðyrkjuritið og unnið að því
að komið verði á stofn grasagarði í Reykjavík. 1 vor mun
'fcoma út matjurtabók.
I ávarpi, sem Jón H.
Björnsson flutti, var svarað
spurningunni: Til hvers eru
menn að fást við ræktun
blóma? I svarinu var margt
vel sagt, og ekki síst það, að
gleði og fegurð fylgja blómunum hvarvetna í heiminum.
„Laun blómaræktarmannsins
eru þvi ekki fyrst og fremst
fólgin í'krónum og aurum, held
ur í vitund þess að haf a starfað
með náttúrunni og skapað eitt
hvaS óvenjulega fallegt, sem
vekur hrifningu, gleði og göfgi
i huga þess, sem á horfir". —
Já, hvað „gleður andann og
hressir hugann" betur en fögur blóm? — Rúm leyfir eigi
að ræða þetta frekar hér, en
sagt skal til viðbótar: Lesandi
góður, far þú og sjá.
„Með þvi að setja plasthiminn
yfir svalirnar eða framan á
svalaopið, aukum við gifurlega
möguleikana á fjölbreytni i
blómavaliá svalirnar." sagði Jón
H. Björnsson
Á sýningunni eru sýnishorn af
verkum íslenskra landslagsarkitekta síðustu 45 árin eða allt frá því
Jón H. Björnsson hóf störf hér á
landi fyrstur íslenskra landslagsarkitekta. Þetta er jafnframt fyrsta
sýningin sem haldin er eingöngu á
verkum landslagsarkitekta hér á
landi.
Jón H. Björnsson í Alaska
kveðst merkja örlitla breytingu,
íslenska rauðgrenið vinni á, líklega vegna áróðurs um að kaupa
íslenskt. Hann segir ekki vera
gengið of nærri íslensku skóglendi með jólatréssölu, því grisjun þurfí að eiga sér stað og
ágóði af sölu eins jólatrés fari í
ræktun nokkurra trjáa.
Hans Petersen frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn starfar nú um stundarsakir við tilraunir sínar við Cornell háskóla. Í ritinu New York State Flower Bull 122 segir hann frá árangri ljósatilrauna sinna. Með tilkomu flóðaljóss (fluorecent) lampans og nýtízku kvikasilfur lampans segir hann, að á okkar tímum ætti ljósanotkun að vera orðinn nauðsynlegur liður við plöntuuppeldi.
Sunnan við aðalbygginguna á Vífilsstöðum eru reisulegir trjáreitir mest úr greni og öspum er mynda sveiga og oft nefndir sem slíkir. Þessa boga teiknaði Jón H. Björnsson, ungur landlagsarkitekt, þá nýútskrifaður frá Cornell-háskólann 1951. Trjásveigarnir á Vífilsstöðum þykja svipa til hugmyndafræði enska garðstílsins. Jón var mikilvirkur landslagshönnuður og garðplöntuframleiðandi á sinni starfsævi, en hann er nýlega látinn. Hann stofnaði gróðrarstöðina Alaska í Breiðholti með efnivið sem hann aflaði ásamt bróður sínum í Alaska áður en hann hélt heim frá námi. Hann hafði unnið á sumrin með námi hjá Skógstjórninni í Alaska. Líklegt er að trjágróðurinn í lundinum á Vífilsstöðum sé úr ræktun Jóns H. Björnssonar. ...
Árið 1960 keypti Jón H. Björnsson landslagsarkitekt og eigandi Gróðrarstöðvarinnar Alaska erfðafesturétt Breiðholtsbýlisins og var með starfsemi hér til fjölda ára. Yngta hlaðan varð að verslunarhúsi gróðrarstöðvarinnar og ber nágrennið merki ræktunar hans.
Tilkynning
Eg undirritaður, Jón H. Björnsson, skrúðgarðaarkitekt,
Skaftshlíð 3, hér í borg, hefi í dag selt á leigu til 4ára,
Þór Snorrasyni, Breiðholti, Reykjavík, rekstur gróðrar-
stoðvai'innar ALASKA í Breiðholti, ásamt þeim hluta
reksturs gróðrarstöðvarinnar, sem tekur til allrar
skrúðgarðaþjónustu (að undanskildum garðteikning-
um), túnþökusölu, skrúðgarðaúðunar, og jólaskreyt-
inga utanhúss. Jafnframt heimilast leigutaka að reka
framangreinda starfsemi undir nafninu ALASKA —
BlíEIÐHOLTI. Þá tilkynnist og að mér eru óviðkom-
andi skuldbindingar framangreinds firma frá degin-
í dag að telja.
Reykjavík, 22. sept. 1963.
Jón H. Björnsson.
Samkvæmt framangreindu hefi ég undirritaður tekið
að mér að reka sem leigutaki fyrrgreindan hluta gróðr-
arstöðvarinnar ALASKA. Frá og með deginum í dag að
te]ja rek ég fyrrgreindan hluta gróðrarstöðvarinnar með
ótakrnarkaðri ábyrgð undir nafninu ALASKA —
BREIÐHOLTI.
Reykjavík, 22. sept. 1963.
Þór Snorrason.
Seljum trjáplöntur í þar til gerðum pappapottum og
lengjum þannig gróðursetningartíma plantnanna. Geta
menn því fram eftir sumri gróðursett trjáplöntur, svo
sem Aíaskaösp, Sitkagreni, Þöll o. fl. tegundir, án þess að
plönturnar verði fyrir skemmdum af röskun á rótinni.
Leitið nánari upplýsingar hjá okkur.
Alaska-gróðrarstöðin við Miklatorg
JÓN H. BJÖRNSSON, skrúðgarðaarkitekt.
Sími 82775.
Skrúðgarðaeigendur
Höfum á hendi állskonar garðaþjónustu.
Nokkrir faglcerðir garðyYkjumenn til
állskonar starfa.
Nú er um að gera að berjast við Reyni-átuna, sem er venju fremur
skæð eftir rigningalitið vor. — Nú er líka besti tíminn til þess
að klippa til limgirðingarnar (hekk), sem marga dreymir um að
hafa í görðum sínum. Við eyðum illgresi í grasflötum yðar, með
nýjum hormona-lyfjum og friskum upp á útlit þeirra, með
sérstökum aðferðum.
Leitið til okkar um hvers konar vandamál, sem viðkemur
görðum yðar.
Alaska-gróðrarstöðin við Miklatorg.
JÖN H. BJÖRNSSON, skrúðgarðaarkitekt
Sími 82775.
Laugaveg 91, beint á móti Stjörnubíó
Alaska gróðrarstöðin
selur jólatré og greinar fyrir
LANDGRÆÐSLUSJÓÐ
Seljum einnig jólahringi og skeifur á útidyr, krossa og
kranza á leiði og grenivafninga eins og Austurstræti
verður skreytt með.
JÓN H. BJÖRNSSON.
Eg undirritaður, Jón H. Björnsson, gkrúðgarðaarkitekt. Skaftahlíð 3, hér í borg, hefi í dag selt
á leigu til 4ra ára, þeim Bjarnheiði Halldórsdóttur,
Njálsgötu 49, Bóasi Kristjánssyni, Þórsgötu 19 og
Jóni Ragnari Björgvinssyni, Hrefnugötu 3, öll í
Reykjavík, hluta af rekstri gróðrarstöðvarinnar
ALASKA við Miklatorg, ...
Heldur fund í Breiðagerðisskóla
mánudaginn 10. apríl kl. 20^0.
Efni: Jón H. Björnsson skrúðgarða
arkitekt talar um garða.
Sýndir verða gamlir dansar.
Stjórnin
Fundur í Sunnuklúlbbnuoi á |
Sauðárkróki verður haWten I ;
Framsóknarhúsinu, föstudagian 8. '
maí og hefst kl. 21. . ,
Jón H. Björnsson frá Alaska
gróðrarstöðinni kemur á fundina
os
talar um skipulagimgu skrútJ
garða, plöntuval og fleira.
Einnig verða sýndar myndir
um garðrækt. Kaffiveitingar.
Nefndin. .
Tíminn, 99. Tölublað - Blað II (05.05.1970), Blaðsíða 32
ALASKA -
litkvikmyndin
verður sýhd í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9.
Aukamynd frá 17. júni
hátíðahöldunum i Reykjavík 1952 og gamanmynd
fyrir bæði börn og fullorðna.
Jón H. Björnsson.
verður annað
kvöld 17. marz kl. 20.30 i Félagsheimili Kópavogs i' efri salnum. A
þessum fjórða fræðslufundi
félagsins á þessu ári sýnir Jón H.
Björnsson skrúðgarðaarkirekt
kvikmynd frá fræsöfnunarleið-
angri hans og bróður hans til
Alaska á árinu 1951.
Jón lýsir ferðinni og gerir grein
fyrir hvers þarf að gæta við
fræsöfnunina. Einnig svarar hann
fyrirspurnum á eftir. Myndin er
mjög alhliða náttúrulifsmynd og
gefur nokkra innsýn i afkomumöguleika i Alaska.
Kl. 15.45 i dag kemur Jón H.
Björnsson að hljdðnemanum til
að flytja fimmta erindi sitt um
vorverk I skrúðgörðum, og er
vonandi að þessi erindi hafi orð-
ið vinum garða og gróðurs lyfti-
stöng og áhrifa þeirra megi sjá
<ítal merki sumarið sem byrjar
á morgun.
En um leið er óskandi að eig-
endur eða umsjónarmenn ótal
óhirðulegra porta hér I borginni,
þar sem öskutunnan og það sem
kring um hana flögrar e&a
drafnar i sverðinum er helsta
„skrúðið," taki á þessu sumri til
hendinni og bæti ráð sitt.
„Það er orðið talsvert mikið
um það að fólk komi sér upp
garðgróðurhúsum,^ enda er
margt hægt áð gera fyrir ekki
ýkja háa fjárhæð úr léttum állistum og gleri. Að þessum málum mun ég víkja í þætti mínum
í dag," sagði Jón H. Björnsson,
skrúðgarðaarkitekt, sem kl.
15.45 flytur þriðja þátt sinn í
erindaflokknum Vorverk i
skrúðgörðum.
,/Það hefur verið
ákveðið að ég verði með
nokkra þætti núna i vör
um garðyrkju", sagði Jón
H. Björnsson, garðaarkitekt, sem i dag talar um
vorverk í skrúðgörðum.
„Þessir þættir eiga að
verða vikulega, eitthvað
fram á vorið og ég mun
ræða um það sem mér
finnst mest aðkallandi
hverju sinni".
Jón segir m.a.: „Þannig getur sú stofnun, sem átti að
ryðja atvinnuvegunum braut,
staðið þeim fyrir þrifum. Garð-
yrkjuskóli rikisins er ekki einsdæmi um þetta hvað garðyrkjunni viðkemur, þar á einnig
Skógrækt ríkisins hlut að máli.
Með trjáplöntusölu sinni á
skrúðgarðsmarkaði hefur hún
e.t.v. bælt niður margan verð-
andi plöntuframleiðanda."
Nokkuð hefur þó borið á því
nú hin síðari ár að Jón H.
Björnsson, hafi gerzt ber að því
að læða þeirri skoðun inn hjá
almenningi að stéttarbræður
hans væru það ófróðari honum
um alla ræktun að þeir gæfu
fólki hæpin ráð í sambandi við garðyrkjustörf.
Nú virðist hann ætla að
vinna sér almenna borgarahylli,
með því að telja fólki trú um
að garðyrkjumenn Reykjavíkurborgar séu að útata grasflatir
með lífrænum áburði, í algjöru
tilgangsleysi, aðeins í atvinnubótavinnu. Lífrænn áburður er
með öllu óþarfur nema í flögin
í upphafi ræktunar segir hann.
Hann heldur því fram, að fullnægjandi sé fyrir allar grasflatir að bera á kemiskan áburð um
alla framtíð.
Það hlýtur einnig að vera óþarfi að hafa Jón H. Björnsson einu heim-
ildina fyrir því að hann hafi verið „orðinn stærsti garðplöntuframleiðandi
landsins," (bls. 345) upp úr 1960.
Haraldur Sigurðsson. Hallir gróðurs háar rísa, saga ylræktar á Íslandi á 20. öld.
„í
lok greinar sinnar ræðir skóla-
stjóri um skyldu mina gagnvart
iystigörðum Reyikj avíikurborg-
ar. Enginn hefur gagnrýnt garð
yrkjustjóra og garðyrkju Reykja
víkurborgar í útvarpi og blöðum
meira en ég."
Jón H. Björnsson i Gróðrarstöðinni Alaska hefur beðið blaðið
að koma á framfæri eftirfarandi
athugasemd vegna fréttar i mið-
vikudagsblaðinu:
Sú fullyrðing ÞS i Hveragerði,
að garðyrkjubændur þurfi oftsinnis að fleygja blómum sinum
vegna ótakmarkaðs innflutnings,
þykir mér alveg órökstudd. Frá
okkar hendi, sem flytjum inn
blóm, er tekið fullt tillit til innlendra framleiðenda. En hvers
vegna skyldum víð annars vera
að flytja inn erlend blóm, þegar
þau islenzku eru tvimælalaust
bæði bezt og fallegust?